Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. janúar 2021 Fastanefnd Íslands hjá S.þ. í New York

Sendiherra Íslands gagnvart Kúbu afhendir trúnaðarbréf

Fastafulltrúi afhendir trúnaðarbréf gagnvart Kúbu - mynd
Jörundur Valtýsson afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Kúbu með aðsetur í New York. Athöfnin fór fram í fastanefnd Kúbu gagnvart Sameinuðu þjóðunum og var í formi rafræns fundar með forseta Kúbu, Miguel Díaz-Canel Bermúdez.
 
Á fundinum voru rædd tvíhliða samskipti Íslands og Kúbu, m.a. á sviðum flugmála og ferðaþjónustu á tímum heimsfaraldurs og samstarf í sjávarútvegi og sjálfbærri auðlindanýtingu. Einnig voru málefni á vettvangi Sameinuðu þjóðanna reifuð, þ.m.t. auðlinda- og loftslagsmál og mannréttindi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira