Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2021

Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra tók á móti sendiherrum í embættisbústað Íslands á Bygdøy í dag

Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra tók á móti sendiherrum í embættisbústað Íslands á Bygdøy í dag, þar sem fram fóru afhendingar afrita trúnaðarbréfa og afturköllunarbréfa.

Sendiherra Grikklands Anna Korka og sendiherra Spánar José Ramon Garcia-Hernandez afhentu Ingibjörgu afrit trúnaðarbréfa sinna sem sendiherra Grikklands annars vegar og sendiherra Spánar hins vegar gagnvart Íslandi, með aðsetur í Osló og ásamt afturköllunarbréfum forvera sinna í embætti.

Í framhaldi afhendingu afrita fóru fram tvíhliða fundir þar sem sendiherra fór yfir praktísk atriði varðandi hvernig sendiherra er heimilt að athafna sig gagnvart Íslandi í kjölfar þess að afrit trúnaðarbréfs hafa verið afhent sendiherra Íslands, m.a. að því er varðar samskipti við embættismenn í utanríkisráðuneytinu um tvíhliða málefni og samvinnu á alþjóðavettvangi.

Afhending afrita trúnaðarbréfa og afturköllunarbréfa sendiherra er venjulega afhent siðameistara utanríkisráðuneytisins, en vegna COVID-19 og strangra ferðatakmarkana á heimsvísu hefur verið þungt í vöfum að ferðast og þess vegna gerð sú undantekning í fyrsta skipti með því að bjóða upp á möguleikann að afhenda afrit með þessum hætti í sendiráðum Íslands. Þar sem diplómatían er formföst hvað sumt varðar og á það við um afhendingar trúnaðarbréfa sendiherra og aðdraganda þess þ.m.t afhendingar afrita, þá getur sendiherra ekki athafnað sig gagnvart því ríki sem hann er samþykktur sendiherra nema að mjög takmörkuðu leyti þar til trúnaðarbréf hefur formlega verið afhent þjóðhöfðingja og að nokkru leyti þegar afrit hefur verið afhent.

Í Osló eru sendiráð 38 ríkja einnig með fyrirsvar gagnvart Íslandi og eru um 15 sendiherrar sem bíða þess að geta afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sín. Sendiráð Íslands í Ósló hefur fyrirsvar gagnvart fjórum þessara ríkja, þau eru: Egyptaland, Grikkland, Íran og Pakistan.

 

  • Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra tók á móti sendiherrum í embættisbústað Íslands á Bygdøy í dag - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira