Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. febrúar 2021 Sendiráð Íslands í Osló

Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra tók á móti sendiherra N-Makedóníu í embættisbústað Íslands á Bygdøy í dag

Í dag tók Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra á móti sendiherra Norður-Makedóníu Serdjim Muhamed í embættisbústað Íslands á Bygdøy. Við það tilefni var Ingibjörgu afhent afrit trúnaðarbréfs Serdjim Muhamed sem sendiherra Norður-Makedóníu gagnvart Íslandi, með aðsetur í Osló og ásamt afriti afturköllunarbréfs forvera hans.