Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2021 Utanríkisráðuneytið

Ráðstefna um plastmengun á norðurslóðum

Ríkisstjórn Íslands og Norræna ráðherranefndin standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum dagana 2.-9. mars næstkomandi. Megin tilgangur ráðstefnunnar er að varpa ljósi á fyrirliggjandi þekkingu á plastmengun í norðurhöfum, en einnig verður vikið að aðgerðum til að draga úr plastmengun í sjó. Um hundrað sérfræðingar víðsvegar að munu kynna niðurstöður úr nýlegum rannsóknum og kynna upplýsingar um ástand þessara mála á hafsvæðum norðurslóða.

Ráðstefnan er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2019-2021 og í Norrænu ráðherranefndinni 2019 og fer fram á netinu. Upphaflega stóð til að halda ráðstefnuna í Hörpu í apríl 2020 en henni var frestað vegna heimsfaraldurs COVID-19. 

Utanríkisráðherra mun setja ráðstefnuna og umhverfis-og auðlindaráðherra mun slíta henni. Auk þeirra munu forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, Inger Andersen, og umhverfisráðherra Finnlands, Krista Mikkonen, ávarpa ráðstefnuna. 

Meðal helstu áherslumála í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu eru aðgerðir til að minnka plastmengun í norðurhöfum. Þess er vænst að ráðstefnan muni styrkja grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum Norðurskautsráðsins og Norðurskautsríkjanna á næstu árum. 

Nánari upplýsingar og skráning hér.

 

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni
12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum