Hoppa yfir valmynd
2. mars 2021 Utanríkisráðuneytið

Árlegt samráð við Bandaríkin um öryggis- og varnarmál

Bandarísk P8-kafbátaleitarflugvél á Keflavíkurflugvelli - myndUtanríkisráðuneytið

Árlegt samráð við Bandaríkin um öryggis- og varnarmál fór fram í dag. Tvíhliða samstarf ríkjanna, samvinna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, öryggispólitísk málefni, norðurslóðir, loftslags-, mannréttinda- og lýðræðismál voru til umræðu á fundinum sem haldinn var gegnum fjarfundabúnað vegna heimsfaraldursins. 

Á fundinum var þess minnst að í ár eru sjötíu liðin frá undirritun varnarsamningsins milli Íslands og Bandaríkjanna. Varnarsamningurinn er ásamt aðildinni að Atlantshafsbandalaginu hornsteinn öryggis og varna Íslands.

Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, leiddi viðræðurnar fyrir Íslands hönd. Í íslensku sendinefndinni voru fulltrúar þjóðaröryggisráðs, forsætisráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands, auk utanríkisráðuneytins.

Fyrir bandarísku sendinefndinni fóru Michael Murphy, varaaðstoðarráðherra Evrópumála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, og Andrew Winternitz, yfirmaður Evrópu- og Atlantshafsbandalagsmála í varnarmálaráðuneytinu. 

Sameiginleg yfirlýsing fundarins er hér á ensku

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum