Hoppa yfir valmynd
23. maí 2021

Hönnunarmars breiðir úr sér á Norðurlöndunum

Hönnunarmars breiðir úr sér á Norðurlöndunum í ár með gerð hlaðvarpa í samstarfi við sendiráð Íslands í Helsinki, Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi. Hönnuðir, íslenskir og frá viðkomandi löndum, hittust í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar og áttu áhugaverð samtöl um hönnun. Umræðuefnin voru margvísleg og snerust bæði um íslenska og norræna hönnun, sjálfbærni í hönnun og þau áhrif sem bakgrunnur hönnuða kann að hafa á verk þeirra, svo dæmi séu tekin.

Þátttakendur í Kaupmannahöfn eru Kristín Brynja Gunnarsdóttir, arkitekt og innanhússhönnuður frá Konunglegu dönsku Listaakademíunni og Tine Winther Rysgaard fatahönnuður úr Konunglegu Dönsku Listaakademíunni. 

Kristín rekur Einrúm arkitektastofu með eiginmanni sínum, Steffan Iwersen ásamt því að vera prjónahönnuður og frumkvöðull í að þróa nýtt garn. Fyrirtækið framleiðir Einrúm garn, sem er spunnið úr íslenskri ull og tælensku mulberry silki og Kristín ásamt fleiri hönnuðum hanna fjölbreytt prjónamunstur fyrir garnið. Tineer menntaður fatahönnuður úr Konunglegu Dönsku Listaakademíunni. Hún starfar sem hönnuður hjá danska prjónafyrirtækinu Kit Couture, sem selur hannaða prjónavöru í pökkum (kit). Fyrirtækið starfar undir yfirskriftinni „við hönnum, þú skapar“, og áhersla er lögð á prjónahönnun í takt við nútímann og tísku.

Stjórnandi hlaðvarpsins er Ásta Stefánsdóttir verkefnastjóri menningarhússins Norðurbryggju (Nordatlantens Brygge) í Kaupmannahöfn.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum