Hoppa yfir valmynd
10. júní 2021

Nýr forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna

Nýr forseti allsherjarþings - mynd

Í vikunni fóru fram kosningar í embætti forseta 76. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Í kjöri voru dr. Zalmai Rassoul, fyrrverandi utanríkisráðherra Afganistan, og Abdulla Shahid, utanríkisráðherra Maldíveyja. Svo fór að Abdulla Shahid vann með talsverðum yfirburðum, eða 143 atkvæðum gegn 48.  Hann tekur því við embætti forseta þann 14. september nk. og mun handleika fundarhamarinn góða, sem Ísland veitti Sameinuðu þjóðunum upphaflega að gjöf árið 1952 – og á sér margbrotna sögu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira