Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2021 Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór sendi samúðarkveðjur vegna flóða í Þýskalandi og Belgíu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra - myndHaraldur Guðjónsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur sent Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, og Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu, samúðarkveðjur vegna mannskæðra flóða í ríkjunum tveimur í síðustu viku. Flóðin kostuðu að minnsta kosti tvö hundruð manns lífið en tuga er enn saknað. Þjóðarsorg var lýst yfir í Belgíu í gær, degi fyrir þjóðhátíðardag Belga sem er í dag. Í bréfunum segir Guðlaugur Þór hug sinn vera hjá fjölskyldum fórnarlambanna og öllum þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna flóðanna.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum