Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2021 UtanríkisráðuneytiðSendiráð Íslands í Stokkhólmi

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Svíþjóð

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Svíþjóð vegna alþingiskosninga þann 25. september fer fram í sendiráði Íslands í Stokkhólmi sem og hjá kjörræðismönnum Íslands í Gautaborg, Malmö/Höllviken og Karlstad/Hammarö.

Sendiráðið vekur sérstaka athygli á eftirfarandi:

  • Kjósendur bera sjálfir ábyrgð á því að atkvæði þeirra berist kjörstjórn í viðeigandi kjördæmi á Íslandi, með pósti eða öðrum leiðum, fyrir lok kjörfundar á kjördag. Sendiráðið hvetur kjósendur til að gera ráð fyrir hugsanlegum töfum á póstsendingum og senda atkvæði sín tímanlega.
  • Kjósendur verða beðnir að gera grein fyrir sér, t.d. með framvísun íslensks skilríkis með kennitölu eða með öðrum hætti sem kjörstjóri metur fullnægjandi.
  • Kjósendur geta kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá með því að fletta upp kennitölu sinni á heimasíðu Þjóðskrár.

 

Fyrirkomulag verður með eftirfarandi hætti:

Stokkhólmur

Tekið er á móti kjósendum í sendiráðinu í Stokkhólmi alla virka daga frá klukkan 9:30 til 15:30. Ekki þarf að bóka tíma eða boða komu.

Auk þess verður tekið á móti kjósendum samanber eftirfarandi:

Laugardaginn 11. september - frá klukkan 11:00 – 15:00. Mánudaginn 13. september – til kukkan 18:00 Þriðjudaginn 14. september - til kukkan 18:00 Miðvikudaginn 15. september - til kukkan 18:00 Fimmtudaginn 16. september - til kukkan 18:00

Sendiráðið er staðsett að Kommendörsgatan 35, 114 58 Stokkhólmi, sími +46 8 442 8300.

 

Gautaborg

Kjörræðismaður Íslands í Gautaborg tekur á móti kjósendum í safnaðarheimilinu við Västra Frölunda kirkju á Frölunda Kyrkogata 2, Gautaborg á eftirfarandi tímum:

Miðvikudaginn 8. september frá klukkan 16:00-19:00. Mánudaginn 13. september frá klukkan 15:00-18:00. Miðvikudaginn 15. september frá klukkan 16:00-19:00.

Hægt er að hafa samband við Christinu Nilroth, aðalræðismann Íslands í Gautaborg, í síma +46 70 570 40 58 eða með tölvupósti; [email protected].

 

Malmö/Höllviken

Hægt er að bóka tíma til að kjósa á kjörræðisskrifstofunni í Malmö/Höllviken á eftirfarandi tímum:

Föstudaginn 10. september frá kl. 14:00 til 18:00 Mánudaginn 13. september frá kl. 15:00 til 18:00 Föstudaginn 17. september frá kl. 14:00 til 18:00

Hafa skal samband við Ingibjörgu Benediktsdóttur, ræðismann, í síma +46 70 545 1127 eða senda tölvupóst á [email protected] til að bóka tíma.

Kjörræðisskrifstofan er í Halörhuset, Brädgårdsvägen 28, Höllviken.

 

Karlstad/Hammarö

Tekið verður á móti kjósendum eftir samkomulagi á Bärstavägen 22, Hammarö. Hafa skal samband við kjörræðismann til að bóka tíma:

Madeleine Ströje Wilkens, ræðismaður Íslands í Karlstad/Hammarö Sími: +46 73 59 000 44 Tölvupóstur: [email protected]

 

Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu má nálgast hér en einnig má hafa samband við sendiráðið ef spurningar vakna.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu er lýst.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira