Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2021

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðinu og hjá kjörræðismönnum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðinu og hjá kjörræðismönnum - myndHaraldur Jónasson / Hari

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 25. september 2021 er hafin, og fer fram í sendiráðinu í Kaupmannahöfn og hjá kjörræðismönnum Íslands í Danmörku. Í ljósi heimsfaraldurs biðlum við til kjósenda að bóka tíma í gegn um bókunarkerfi sendiráðsins hér. 

Boðið verður upp á opnunartíma utan hefðbundins skrifstofutíma í september: 
Fimmtudaginn 9. september kl. 16-18
Laugardaginn 11. september kl. 11-15
Þriðjudaginn 14. september kl. 16-18

Kjósendur sem að hyggjast greiða atkvæði hjá kjörræðismönnum er bent á að bóka tíma hjá ræðismönnum. Lista ræðismanna í Danmörku má finna hér.

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna á vefsetrinu: www.kosning.is.

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Vegna heimsfaraldursins er brýnt að gera slíkar ráðstafanir tímanlega.

Ef kjósendur hafa búið erlendis lengur en 8 ár þurfa þeir sjálfir að hafa sótt um að vera teknir inn á kjörskrá í gegn um Þjóðskrá. Fullnægjandi umsókn þyrfti að hafa borist Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember 2020. Sjá nánar hér.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum