Hoppa yfir valmynd
5. september 2021

Steinunn Þórarinsdóttir myndlistamaður opnar tvær sýningar í Kaupmannahöfn

Listakonan Steinunn Þórarinsdóttir hefur nýverið opnað tvær sýningar í Danmörku. Um er að ræða sýningarnar ARMORS og CONNECTIONS.

Sýningin ARMORS samanstendur af þremur pörum af höggmyndum, þar sem önnur fígúran er í klædd brynju, en hin sem á móti stendur er berskjölduð. Brynjurnar vann hún í samstarfi við Metropolitan safnið í New York. Sýningin var sett upp á Kongens Nytorv þann 24. ágúst en eftir 6 vikur á Kongens Nytorv mun hún færa sig um set yfir á Sankt Annæ Plads. Sýningin var sett upp í samstarfi við Galleri Christoffer Egelund og styrkt af Albani sjóðnum.

Sýningin CONNECTIONS samanstendur af 18 höggmyndum sem finna má dreifða um háskólasvæðið hjá Syddansk Universitet í Óðinsvéum.  Sýningin var sett upp í samvinnu við James Rogers, prófessor hjá DIAS við SDU háskólann og varð hún til sem þverfaglegt samvinnuverkefni Steinunnar við James Rogers, sem er sagnfræðingur og sérfræðingur í hernaði. Hér má sjá stutt myndband þar sem hægt er að kynna sér öll verk sýningarinnar.

Auk þessara sýninga eru tvær innsetningar til viðbótar, fyrir utan Nordatlantisk Hus í Odense og Nordatlantens Brygge og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn.

Í tilefni af opnun þessara tveggja veglegu sýninga bauð sendiherra Íslands, Helga Hauksdóttir til móttöku í sendiráðsbústaðnum.

 

Myndir: Danish Institute for Advnaced Study - DIAS og Galleri Egelund

  • Steinunn Þórarinsdóttir myndlistamaður opnar tvær sýningar í Kaupmannahöfn  - mynd úr myndasafni númer 1
  • Steinunn Þórarinsdóttir myndlistamaður opnar tvær sýningar í Kaupmannahöfn  - mynd úr myndasafni númer 2
  • Steinunn Þórarinsdóttir myndlistamaður opnar tvær sýningar í Kaupmannahöfn  - mynd úr myndasafni númer 3
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum