Hoppa yfir valmynd
9. september 2021

Sendiherra Íslands afhendir trúnaðarbréf í Kanada

Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada og Mary Simons landstjóri Kanada - mynd

Hlynur Guðjónsson sendiherra afhenti þann 9. september Mary Simons landstjóra Kanada trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kanada. Þetta var í fyrsta skipti sem sendiherrar afhenda trúnaðarbréf í Kanada síðan heimsfaraldur skall á og fyrsta sinn sem hinn nýji landstjóri tekur á móti sendiherrum. Athöfnin fór fram í Rideau Hall og afhentu alls fjórir sendiherrar trúnaðarbréf við það tækifæri. Auk sendiherra Íslands voru það þeir Andrea Ferrari, sendiherra Ítalíu, Bafétigué Outtara, sendiherra Cote d‘Ivoire og Oleg Vladimirovich Stepanov, sendiherra Rússlands.

Í samtali landstjórans og sendiherra var sérstaklega rætt um málefni norðurslóða, Norðurskautsráðið og Arctic Circle ráðstefnuna. Jafnframt var rætt um 75 ára afmæli stjórnmálasamskipta ríkjanna árið 2022 og samstarfsverkefni sendiráða Íslands og Kanada því tengt. Menningarverkefnið Nordic Bridges sem er kostað af Norðulandaráði og opnar í janúar 2022 bar einnig á góma.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira