Hoppa yfir valmynd
21. september 2021 Forsætisráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðForsætisráðuneytið

Samið um starfsemi og fjármögnun Grænvangs til 2026

Sigurður Hannesson, formaður Grænvangs og framkvæmdastjóri SI, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs. - mynd

Samkomulag um áframhaldandi starfsemi og fjármögnun Grænvangs til ársins 2026 var undirritað síðastliðinn föstudag. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir sem stofnaður var fyrir tveimur árum. Við þetta tilefni opnaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrsta áfanga nýrrar margmiðlunarsýningar sem ber heitið Græn framtíð og staðsett er í Grósku-hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni. 

Í ávarpi sínu lagði forsætisráðherra áherslu á mikilvægi áframhaldandi góðs samstarfs og þátttöku atvinnulífsins í loftslagsmálum. Þótt margt hafi áunnist sé ljóst að gera þurfi betur, setja metnaðarfyllri markmið og herða aðgerðir til muna. Sýningin Græn framtíð kynnir á áhugaverðan hátt bæði innlendum og erlendum gestum sögu Íslands við hagnýtingu grænna orkugjafa en ekki síður framtíðarmarkmiðin og þær fjölmörgu loftslagslausnir sem íslenskir frumkvöðlar vinna nú að.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Við Íslendingar eigum að vera í forystu í loftslagsmálum, ganga á undan með góðu fordæmi og ráðast í enn metnaðarfyllri aðgerðir til þess að ná nauðsynlegum markmiðum um samdrátt í losun og kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Til þess höfum við alla burði. Við höfum náð góðum árangri í nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum  með íslensku hugviti. Við þurfum áfram að byggja á því og efla nýsköpun til að tryggja árangur á öllum sviðum samfélagsins.“

Forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eiga aðild að Grænvangi fyrir hönd stjórnvalda.

 

 

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira