Hoppa yfir valmynd
30. september 2021 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda um Afganistan

Utanríkisráðherrar Norðurlandana áttu í gær fund með Martin Griffiths, yfirmann Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna vegna mannúðarmála (OCHA) þar sem þeir ræddu stöðuna í málefnum Afganistans. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tók þátt á fundinum fyrir hönd Íslands. 

Í máli Martins Griffiths kom fram að nú sé afar brýnt að koma hjálpargögnum til almennra borgara og tryggja grunnþjónustu í landinu. Íslensk stjórnvöld hafa lagt 85 milljónir króna til mannúðarsamstarfs á undanförnum vikum í kjölfar yfirtöku talibana og leggja áherslu á áframhaldandi samráð við Norðurlöndin um framtíð þróunarsamstarfs og mannréttinda í landinu.

Flemming Møller Mortensen, þróunarmálaráðherra Danmerkur stýrði fundinum, en auk Maríu Mjallar sátu Per Olsson Fridh, þróunarmálaráðherra Svíþjóðar, Jens Frølich Holte, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Noregs og Elina Kalkku, sviðstjóri utanríkisráðuneytis Finnlands fundinn.   

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum