Hoppa yfir valmynd
13. október 2021 UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðuneytið

Afganistan efst á baugi á kjördæmisfundi Alþjóðabankans ​

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra - myndHaraldur Guðjónsson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í dag þátt í fjarfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem málefni Afganistan voru helsta umfjöllunarefnið.

Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Hartwig Schafer, yfirmaður Suður-Asíusviðs Alþjóðabankans, sem fór yfir stöðuna varðandi verkefni bankans í Afganistan en hlé hefur verið gert á starfsemi í landinu meðan horfur eru metnar.

Ísland hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að Alþjóðabankinn, sem og aðrar alþjóðastofnanir, gæti þess að sá mannúðarstuðningur sem veittur er til Afganistan komi konum og stúlkum til góða, ekki síður en körlum.

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málefnasviðum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira