Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2021

Varnir og öryggi á Norðurslóðum - Loftvarnarkerfi Norður-Ameríku og Norðurslóðir - Upptaka

Gestur fundarins var Dr. James Fergusson, aðstoðarforstjóri Öndvegisseturs um varnar- og öryggisrannsóknir við Manitoba háskóla. Erindi hans, “North American Defence: NORAD and the Arctic and Northwest Atlantic Approaches,” fjallaði um varnir Norður-Ameríku, NORAD (North American Air Defense Command): loftvarnarkerfi Norður-Ameríku og Norðurslóðir.

Dr. James Fergusson er jafnframt prófessor í stjórnmálafræðideild við Manitobaháskóla og kennir ýmis námskeið á sviði alþjóðasamskipta, herstjórnar, varnartengsla Kanada og Bandaríkjanna og utanríkis- og varnarmálastefnu Kanada. Hann hefur í ræðu og riti fjallað um varnar- og öryggisstefnu Kanada með sérstakri áherslu á Norðurslóðir og NORAD og verið virkur í kanadískum fjölmiðlum um þau mál. Eftir hann liggur fjöldi greina um herstjórn, takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna og vopnaeftirlit, varnariðnað og utanríkis- og varnarstefnu Kanada. Auk fræðilegra rita hefur Dr Fergusson unnið ýmsar skýrslur fyrir kanadíska varnarmála- og utanríkisráðuneytið.

Öndvegissetur um varnar- og öryggisrannsóknir við Háskólann í Manitoba er ein af helstu rannsóknarmiðstöðvum varnarmála í Kanada. Því er ætlað að efla þekkingu, skilning og umræðu í Kanada um varnar- og öryggismál, með sérstakri áherslu á varnir norðurslóða og Norður-Ameríku og varnarstefnu Kanada. Varðberg boðaði til fundarins í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, sendiráð Íslands í Kanada og sendiráð Kanada á Íslandi. Fundurinn var hluti af fundaröð Varðbergs um varnir og öryggi á norðurslóðum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira