Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2021 Sendiráð Íslands í Nýju Delí

Sendiherra heimsækir Wadia jöklarannsóknarstofnunina

Guðni Bragason sendiherra heimsótti Wadia jöklarannsóknarstofnunina - mynd

Guðni Bragason sendiherra heimsótti Wadia-stofnunina (Wadia Institute of Himalayan Geology) í Dehradun 12. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða helstu vísindastofnun í jarðfræði Himalajafjalla og landsins í kring. Á móti honum tók forstöðumaðurinn dr. Kalachand Sain og fór fram samtal við vísindamenn stofnunarinnar. Til umræðu voru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra Himalajasvæðið og hinir fjölmörgu möguleikar á nýtingu jarðvarma á nærsvæðum fjallanna. Stofnunin hefur unnið könnun á jarðvarmasvæðum við rætur Himalajafjalla og hefur forstöðumaðurinn sett af stað verkefni um nýtingu jarðvarma til framleiðslu á rafmagni. Stofnunin er mikilvægasta vísindastofnun Indlands í umræðunni um þróun jökla á Hindu Kush og Himalajasvæðinu og hvað varðar þátttöku Indverja í málefnum norðurslóða. Þess má geta að dr. Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti Íslands heimsótti stofnunina fyrir nokkrum árum og opnaði þá fjórðu ráðstefnuna um umhverfismál  Himalajasvæðisins, hins svokallaða þriðja póls.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira