Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið

Hægt að sækja um Apostille vottun skjala stafrænt

Utanríkisráðuneytið hefur í samstarfi við Ísland.is komið á fót nýrri þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa staðfestingu áritunar (Apostille vottun) á skjöl. Nú er hægt að sækja um og greiða fyrir Apostille vottun í gegnum gáttina island.is/apostille. Þessi nýja leið bæði einfaldar umsóknarferlið og sparar fyrirhöfn fyrir umsækjendur.

Apostille er formleg staðfesting á lögmæti skjala sem nota á erlendis. Apostille vottun felur í sér staðfestingu á að undirskrift og stimpill séu sannanlega útgefin eða vottuð af til þess bæru íslensku stjórnvaldi. Utanríkisráðuneytið sér um að apostille votta skjöl sem gefin eru út af íslensku stjórnvaldi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum