Hoppa yfir valmynd

Stök frétt frá sendiskrifstofu

1. mars 2022

Stytta eftir Ásmund Sveinsson gefin íslenska ríkinu

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, tók í gær, fyrir hönd íslenska ríkisins, á móti einstakri gjöf frá Françoise Voillery. Um er að ræða fallega litla styttu eftir myndhöggvarann Ásmund Sveinsson sem frú Voillery fékk í brúðkaupsgjöf þegar hún og Claude Voillery gengu í hjónaband á Íslandi árið 1948. Tengdafaðir Françoise Voillery var Henri Voillery, konsúll og síðar sendiherra Frakklands á Íslandi (1947-1959).

Frú Voillery hafði fyrir nokkru einnig gefið sendiráðinu málverk eftir listmálarann Eggert Guðmundsson, sem henni og eiginmanni hennar hafði áskotnast við sama tækifæri.
  • Françoise Voillery og Unnur Orradóttir-Ramette við málverk Eggerts Guðmundssonar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira