Hoppa yfir valmynd

Stök frétt frá sendiskrifstofu

5. apríl 2022

Nýsköpun í stoðtækjum

Sendiherra var heiðursgestur á XXVI kaupstefnu Samtaka fyrirtækja í stoðtækjaframleiðslu (Orthotics and Prosthetics Association of India, OPAI) í borginni Góa á vesturströnd Indlands 28. mars og flutti þar ræðu um nýsköpun á Íslandi. Fjölmörg fyrirtæki á Indlandi sýndu þar framleiðslu sína og var íslenska fyrirtækið Össur India helsti stuðningsaðili kaupstefnunnar. Forstjóri Össur India er Marco Scarsi. Þátttakan í kaupstefnunni var framhald af málstofu sendiráðsins um nýsköpun í heilbrigði sem sendiráðið stóð fyrir í Delí fyrr á árinu. Össur India var með umfangsmestu kynninguna á kaupstefnunni og kynnti nýja tækni og nýsköpun í framleiðslunni. Á meðal þátttakenda voru allnokkrir einstaklingar sem notið höfðu góðs af nýrri tækni fyrirtækisins. Á meðal þeirra voru einstaklingar sem hafa tekið þátt í íþróttum og keppni af ýmsu tagi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira