Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2022

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðinu í París og hjá kjörræðismönnum

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 2022, sem fara fram hinn 14. maí næstkomandi, hófst föstudaginn 15. apríl.

Í sendiráði Íslands í París er tekið á móti kjósendum alla virka daga frá 9:30-15:30 í húsakynnum sendiráðsins á 52, avenue Victor Hugo í 16. hverfi Parísar.  

Einnig er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.  Kjósendur skulu hafa samband við kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Upplýsingar um kjörræðismenn erlendis er unnt að nálgast á vefsíðu utanríkisráðuneytisins.

Athygli kjósenda er vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Kjósendur eru því hvattir til að vera tímanlega á kjörstað.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum