Hoppa yfir valmynd
27. maí 2022

Trúnaðarbréf afhent framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna

Dr. Matthías G. Pálsson afhendir David Beasley framkvæmdastjóra WFP trúnaðarbréf sitt við stofnunina. - mynd
Í dag afhenti Dr. Matthías G. Pálsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD) í Róm, David Beasley framkvæmdastjóra WFP trúnaðarbréf sitt við stofnunina. Við það tækifæri undirstrikaði Matthías þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að Matvælaáætlunin væri ein mikilvægasta mannúðarstofnun heimsins og að Ísland styddi starf hennar heilshugar. Einnig ræddi hann helstu áherslur Íslands í starfi stofnunarinnar, en Ísland hefur nýverið endurnýjað rammasamning um samstarf við hana sem felur í sér umtalsverða aukningu í kjarnaframlögum. Beasley þakkaði Íslandi stuðning þess við stofnunina, sem glímir við óvenjulega þunga stöðu í dag vegna aukinna átaka, náttúruhamfara, skerðingar á fæðuframleiðslu og hækkandi verðs á vörum og eldsneyti í heiminum. Hann vísaði til fjarfundar með utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, í febrúar og lýsti miklum áhuga á að heimsækja Ísland á yfirstandandi ári.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira