Hoppa yfir valmynd
7. júní 2022

Sendiherra afhendir trúnaðarbréf á Spáni

Felipe VI. Spánarkonungur og Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands á Spáni - mynd

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra í París afhenti Felipe VI. Spánarkonungi trúnaðarbréf við hátíðlega athöfn í dag, á annan í hvítasunnu. Við það tilefni ræddu þau tvíhliða samskipti landanna, sameiginlegar áskoranir og gildi á alþjóðlegum vettvangi og tækifæri til frekari samvinnu, m.a. á sviði vísinda, nemendaskipta og Norðurslóða. 

Talið er að tæplega 1% íslensku þjóðarinnar hafi fasta búsetu á Spáni auk mikils fjölda Íslendinga sem þar dvelja til skemmri tíma. Utan Hollands, er Spánn stærsti útflutningsmarkaður fyrir íslenskar vörur og mikilvægasti áfangastaður Íslendinga í krónum talið (ferðaþjónusta).

  • Sendiherra afhendir trúnaðarbréf á Spáni - mynd úr myndasafni númer 1
  • Sendiherra afhendir trúnaðarbréf á Spáni - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum