Hoppa yfir valmynd
22. júní 2022 Forsætisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menningarkynning og lestrarátak í tengslum við Evrópumót kvenna í knattspyrnu

Landslið Íslands fyrir leik gegn Tékklandi í apríl 2022. Mynd/KSÍ - mynd

Ráðist verður í lestrarátak og menningarkynningu í tengslum við þátttöku Íslands á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu sem fram fer á Englandi síðar í sumar. Ríkisstjórnin mun styrkja verkefnið um 10 m.kr. af ráðstöfunarfé sínu.

Á síðustu stórmótum landsliða Íslands í knattspyrnu hafa verið skipulagðir menningarviðburðir. Að þessu sinni mun íslenska liðið leika í Manchester og Rotherham í riðlakeppninni en á báðum stöðum verða sett upp sérstök stuðningsmannasvæði. Ákveðið hefur verið að tónlistarfólkið JóiPé og Króli, DJ Dóra Júlía og gugusar spili þar fyrir leiki Íslands. Þar að auki mun rithöfundurinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir verða með ritsmiðju fyrir börn.

Lestrarátak meðal barna vegna þátttöku Íslands á Evrópumótinu verður með svipuðu sniði og skipulagt var í tengslum við Heimsmeistaramót karla árið 2018.

Evrópumótið fer fram dagana 6. – 31. júlí en fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni er gegn Belgíu þann 10. júlí í Manchester. Ísland mætir svo Ítalíu í sömu borg þann 14. júlí og Frakklandi 18. júlí en sá leikur verður í Rotherham.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira