Hoppa yfir valmynd
2. ágúst 2022

Skyr senn fáanlegt á Indlandi

Ein frægasta afurð Íslands, skyr, fæst senn á Indlandi. Um er að ræða gamlan draum þeirra félaga SN Dwivedi, framkvæmdastjóra ELcomponics Group, og Jóns Tryggvasonar, framkvæmdastjóra IceIndia ehf., sem nú verður að veruleika. Fyrirtækið Skyrrup mun framleiða skyrið í samstarfsverkefni milli Íslands og Indlands. Verksmiðjan er staðsett í hverfinu Sector 58 í Noida og verður hún gangfær og tilbúin til að hefja framleiðslu á skyri í september 2022. Til að byrja með verður boðið upp á hreint skyr en auk þess verður skyrið framleitt með vanillu-, bláberja og mangóbragði. Vonir standa til að hægt verði að bæta við fleiri bragðtegundum með tíð og tíma.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira