Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2022 Utanríkisráðuneytið

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir - mynd

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ráðið Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur í stöðu aðstoðarmanns ráðherra. 

Inga Hrefna var aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar, fyrrverandi ráðherra, árin 2013-2021. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún er í dag formaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna.

Inga Hrefna er fædd og uppalin á Seyðisfirði. Hún er gift Þorgeiri Arnari Jónssyni og eiga þau tvö börn. 

Þórlindur Kjartansson er einnig aðstoðarmaður utanríkisráðherra.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira