Hoppa yfir valmynd
21. september 2022

Vel heppnaður viðburður í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins

Sendiráð Íslands í París og Fastanefnd gagnvart OECD, í samstarfi við Efnahags- og framfarastofnuninni OECD, stóðu í gær fyrir viðburði í tilefni alþjóðlega jafnlaungadagsins. Umfjöllunarefnið að þessu sinni var foreldraorlof með sérstakri áherslu á mikilvægi feðraorlofs til þess að stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Sendiherra Íslands og fastafulltrúi gagnvart OECD, Unnur Orradóttir Ramette, flutti opnunarávarp og framkvæmdastjóri OECD Matthias Cormann flutti ávarp um vinnu OECD á sviði jafnréttismála en umræðunum stýrði Monika Queisser deildarstjóri félags- og vinnumarkaðsmála hjá OECD. Aðrir þátttakendur voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra Íslands, Jan Tinetti ráðherra jafnréttismála á Nýja-Sjálandi, Ulrik V. Knudsen, varaframkvæmdastjóri OECD, Manuel Lobo Antunes, sendiherra Portúgals hjá OECD, Tomoko Hasegawa frá samtökum atvinnurekenda í Japan og Putri Realita frá Danone. Þá var rýni OECD í málaflokknum kynnt en samkvæmt henni er aðeins lítill hluti fæðingarorlofs sérstaklega eyrnamerktur feðrum í mörgum OECD ríkjanna. 

Mælingar sýna að barneignir hafa neikvæð áhrif á launaþróun kvenna sem ýtir undir kynbundinn launamun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fjallaði m.a. um þróun löggjafarinnar á Íslandi og um mikilvægi þess að fæðingarorlofskerfi geri ráð fyrir að sérstökum orlofsrétti feðra. Það gætir tregðu víða að feður nýti sér orlofsrétt sinn. Fleiri þátttakendur nefndu mikilvægi þess að unnið sé markvisst að hugafarsbreytingum þegar kemur að jafnri þátttöku kynjanna í barnauppeldi og heimilishaldi sem er lykilatriði í þeirri vegferð að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, en orlofstaka feðra er einmitt liður í því. Margir nefndu einnig í þessu samhengi mikilvægi annarrar grunnþjónustu fyrir foreldra, s.s. dagvistunarúrræði fyrir börn.

Ísland átti frumkvæði að því að koma alþjóðlega jafnlaunadeginum á laggirnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 2020 og er þetta í annað sinn sem Sendiráðið og Fastanefndin í París skipuleggja viðburð af þessu tilefni í samstarfi við OECD. Markmiðið með alþjóðlega jafnlaunadeginum er að vekja athygli á aðgerðum sem stuðla að launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga.

Upptöku frá viðburðinum má nálgast hér að neðan.


 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum