Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2022

Hittumst á ísbreiðunni - Norðurslóðahátíðin 2022

Hin árlega Norðurslóðahátíð, Arktisk Festival fer fram á Norðurbryggju dagana 5. - 6. nóvember n.k.
Að því tilefni fær sendiráðið Vilborgu Örnu Gissurardóttur og Einar Torfa Finnsson  í heimsókn þar sem þau munu segja frá ferðalagi sínu yfir Grænlandsjökul, en bæði þveruðu þau jökulinn og mættust á miðri leið á vormánuðum.

Í gegnum söguna hafa ekki verið margir kvenkyns leiðtogar slíkra leiðangra en Vilborg Arna hefur lagt áherslu á að breyta þeirri þróun. Hún á ótal leiðangra að baki, þ.á.m. tvo yfir Grænlandsjökul, nú síðast í maí þar sem hún fór yfir ísbreiðuna frá vestri til austurs, leið sem samkvæmt loftlínu er 540km löng en raunin er að hún er umtalsvert lengri vegna sveigna og krókaleiða.  Hópur Einars Torfa Finnssonar Var einnig á leið yfir jökulinn og mættust þau á miðri leið. Var þetta söguleg stund þar sem um var að ræða fyrsta skipti sem tveir íslenskir hópar af þessari stærð fóru yfir jökulinn samtímis.

Vilborg Arna og Einar Torfi voru í sambandi gegnum gervihnött og gátu þannig tryggt að þau væru á sömu leið og hóparnir myndu ná að mætast. Eru þau góðir vinir og naut Vilborg Arna m.a. liðsinnis Einars Torfa þegar hún þveraði Grænlandsjökul fyrst fyrir 10 árum, en hann er gífurlega reynslumikill á þessu sviði og hefur farið í slíka leiðangra 5 sinnum áður. 

Vilborg Arna og Einar Torfi hafa bæði farið í fjölda leiðangra á Norðurslóðir og hafa frá miklu að segja, en þau hafa einnig lagt lóð sín á vogarskálarnar til að vekja athygli á hamfarahlýnun, í kjölfar þess að hafa með eigin augum orðið vitni að þeirri hamfarabráðnun sem á sér stað á Norðurskautinu.

Fyrirlesturinn fer fram á 5. hæð Norðurbryggju, sunnudaginn 6. nóvember kl 11:00 og fer fram á ensku.
 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum