Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2022

Sjálfbær leiðangursferðamennska á norðurslóðum; Hvað, hvers vegna og hvernig?

Hin árlega Norðurslóðahátíð, Arktisk Festival fer fram á Norðurbryggju dagana 5. - 6. nóvember n.k.
Að því tilefni mun Gyða Guðmundsdóttir fyrir hönd AECO halda fyrirlestur um sjálfbæra leiðangursferðamennsku á norðurslóðum. 

AECO (Association of Arctic Expedition Cruise Operators) eru samtök sem samanstanda af leiðangursskipafyrirtækjum sem sigla á norðurslóðum. 
Í þessum fyrirlestri mun Gyða Guðmundsdóttir, Community Engagement Specialist hjá AECO segja frá viðleitni samtakanna til að tryggja að félögin leggi sitt af mörkum til þeirra byggðarlaga sem þau heimsækja á fjölbreyttan hátt - t.a. m. með samstarfi við menntastofnanir á svæðunum, umhverfishreinsunum meðfram strandlengjunni og viðskiptum með vörur og matvæli svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrirlesturinn fer fram í anddyri sendiráðs Íslands  sunnudaginn 6. nóvember kl 12:00 - 12:45

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum