Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2022 Utanríkisráðuneytið

Fundað um öryggismál í Norður-Evrópu

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Norðurhópsins. - myndThomas Haraldsen, Forsvaret kommunikasjon
Varnarmálaráðherrar Norðurlanda og Norðurhópsins komu saman í Osló í gær og í fyrradag á tveimur aðskildum fundum þar sem öryggismál í norðurhluta álfunnar voru í brennidepli.

Á fundi norrænu varnarmálaráðherranna í fyrradag voru helstu umræðuefnin átökin í Úkraínu, aukið norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum og framtíð samstarfsins í ljósi umsóknar Finnlands og Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Í kjölfar fundarins var sameiginleg yfirlýsing ráðherranna gefin út þar sem áréttaður er stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu og mikilvægi þess að halda áfram að þróa norrænt samstarf í varnarmálum.

Í gær komu svo varnarmálaráðherrar Norðurhópsins saman til að ræða átökin í Úkraínu, þróun öryggismála í Norður-Evrópu til viðbótar við eftirlit og vernd mikilvægra innviða. Norðurhópurinn gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok fundarins þar sem ríkin ítreka samstöðu sína þegar kemur að öryggisógnum á svæðinu, stuðning sinn við Úkraínu og aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Norðurhópurinn er samráðsvettvangur tólf líkt þenkjandi Norður-Evrópuríkja í varnar- og öryggismálum. Norðurhópinn skipa Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin ásamt Bretlandi, Hollandi, Póllandi og Þýskalandi.

Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, sótti fundina fyrir hönd utanríksráðherra.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum