Hoppa yfir valmynd
16. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

Yfirlýsing utanríkisráðherra ári eftir brottvísun Rússlands úr Evrópuráðinu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra - myndStjórnarráðið
Í dag er ár er liðið frá því að ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti að vísa Rússlandi úr ráðinu. Af því tilefni sendi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og forseti ráðherranefndarinnar yfirlýsingu.

„Rússlandi var vísað úr Evrópuráðinu fyrir ólögmæta og tilefnislausa árás á Úkraínu, sem er gróft brot á alþjóðalögum, þar á meðal stofnsáttmála Evrópuráðsins. Með þessu sýndi Evrópuráðið glöggt að það stendur vörð um grunngildi stofnunarinnar og styður Úkraínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Ráðherra áréttar í yfirlýsingunni að rússnesk stjórnvöld beri ábyrgð á því að svipta almenning í Rússlandi þeirri vernd sem Mannréttindadómstóll Evrópu veitti honum. Þá beri Rússlandi skylda til að framfylgja öllum dómum Mannréttindadómstólsins.

„Ég er nýkomin úr heimsókn frá Kænugarði, Borodianka og Bucha þar sem ég sá með eigin augum skelfilegar afleiðingar árásar Rússlands. Ég fordæmi skilyrðislaust vísvitandi brot Rússa á alþjóðlegum mannúðarlögum með skipulögðum árásum á almenna borgara og ógnunum gagnvart almenningi. Ég dáist að hugrekki og staðfestu úkraínsku þjóðarinnar og forystu hennar í baráttunni fyrir frelsi Úkraínu. Ég ítreka óbilandi stuðning minn við Úkraínu, sjálfstæði landsins, fullveldi og lögsögu innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra.“

Á fjórða leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík 16.-17. maí verður stuðningur við Úkraínu og ábyrgðarskylda eitt helsta umfjöllunarefnið.

Yfirlýsing Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og forseta ráðherranefndar Evrópuráðsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum