Hoppa yfir valmynd
30. maí 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir verkefni um menningarsamstarf við Úkraínu

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag að veita 5 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Háskóla Íslands vegna verkefnis um menningarsamstarf við Úkraínu. Þá hyggst utanríkisráðuneytið styrkja verkefnið um 4 milljónir króna.

Markmið verkefnisins er að auka þekkingu og skilning á Úkraínu í íslensku samfélagi, m.a. með því að skipuleggja viðburði fyrir almenning. Verkefnið var sett á laggirnar á síðasta ári og heyrir undir rannsóknarsetrið EDDU við Háskóla Íslands í samstarfi við Vigdísarstofnun og Alþjóðamálastofnun.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á menningarlíf, sögu, fjölmiðla og stjórnmál. Einnig verður sérstaklega hugað að samfélagslegri þátttöku fólks frá Úkraínu á Íslandi og leitað leiða til að styrkja stöðu þeirra sem hér hafa sest að tímabundið eða til frambúðar vegna stríðsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta