Hoppa yfir valmynd
30. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

Ísland gerist aðili að Freedom Online Coalition

Ísland gerðist nýlega aðili að ríkjahóp um vernd mannréttinda á netinu, eða Freedom Online Coalition. Ísland varð 37. landið til þess að gerast aðili, en meðal aðildarríkja eru mörg nánustu samstarfsríki Íslands líkt og Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Bandaríkin, Bretland, Kanada og Holland. Samtökin hafa það að meginmarkmiði að efla virðingu fyrir mannréttindum á netinu og leggja þau áherslu á að netfrelsi og mannréttindi á netinu komist á dagskrá í alþjóðlegri stefnumótun.

„Ísland hefur skuldbundið sig til að efla og verja mannréttindi og grundvallarfrelsi, þar með talið netfrelsi. Okkur er heiður að verða meðlimur í Freedom Online Coalition og eignast samstarfsaðila í verndun netrýmisins. Mannréttindin sem við berjumst fyrir – þar á meðal málfrelsi, félagafrelsi, fundafrelsi og friðhelgi einkalífs – ættu að vera virt á netinu sem og utan þess,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Aðild Íslands að þessum samstarfsvettvangi rímar því vel við áherslur Íslands í mannréttindamálum. Ríkjahópurinn stuðlar að samhæfðum aðgerðum aðildarlanda og skiptast aðildarríki á upplýsingum um ógnir við netfrelsi á heimsvísu. Ísland hefur á síðustu árum tekið miklum framförum í að efla stafræna þátttöku, tryggja netgæði og góða lagaumgjörð um mannréttindi og netfrelsi. Aðild Íslands að Freedom Online Coalition er því fagnaðarefni og stuðningur við netöryggisstefnu Íslands 2022-2037.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
17. Samvinna um markmiðin
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta