Hoppa yfir valmynd
2. október 2023 Utanríkisráðuneytið

Tómas H. Heiðar kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins

Tómas H. Heiðar nýkjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamburg. - mynd
Tómas H. Heiðar var í dag kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg til þriggja ára. Hann var tilnefndur sem frambjóðandi Norðurlandanna árið 2014 og hlaut í framhaldinu kjör sem dómari við dómstólinn til níu ára. Tómas var svo endurkjörinn fyrr á þessu ári til ársins 2032. 

Hann var forseti deildar dómstólsins fyrir fiskveiðideilur árin 2017-2020 og gegndi embætti varaforseta dómstólsins 2020-2023. Tómas var áður þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins frá árinu 1996 til ársins 2014 og var skipaður sendiherra það ár. 

Þá gegnir Tómas starfi forstöðumanns Hafréttarstofnunar Íslands samhliða dómarastarfinu og á sæti í stjórn Ródos-akademíunnar í hafrétti. Hann kennir hafrétt við lagadeild Háskóla Íslands sem og við fjölda annarra háskóla og heldur reglulega fyrirlestra á þessu sviði víða um heim. Hann hefur ritað fjölda bóka og fræðigreina á sviði hafréttar.   

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum