Hoppa yfir valmynd
1. desember 2023 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið upplýst í fjólubláum lit alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks

Utanríkisráðuneytið verður baðað fjólubláum ljóma dagana 1. – 5. desember en fjólublár er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er 3. desember en hann hefur verið haldinn frá árinu 1992 með það að markmiði að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og ýta undir stuðning við reisn, réttindi og velferð þess. Jafnframt að auka vitund um þann ávinning sem hlýst af þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins – stjórnmála-, félags-, efnahags- og menningarlífs. 

Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þessa daga heldur alla daga, samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum