Hoppa yfir valmynd
4. desember 2023 Utanríkisráðuneytið

IceWind í nýsköpunarhraðal Atlantshafsbandalagsins

Vindtúrbína frá Icewind. - myndIcewind
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið IceWind sem hannar og smíðar litlar lóðréttsás vindtúrbínur, sérsniðnar að krefjandi veðuraðstæðum, hefur verið valið til að komast áfram í fyrsta fasa í samkeppni DIANA, nýsköpunarhraðals Atlantshafsbandalagsins. 

Yfir 1.300 fyrirtæki frá öllum aðildarríkjum bandalagsins sóttu um þátttöku en aðeins 44 komust áfram í fyrsta fasa samkeppninnar. Þá er IceWind eitt af þrettán fyrirtækjum sem starfa í tengslum við bætt orkuviðnám sem komust í fyrsta fasann, en auglýst var eftir nýsköpunarfyrirtækjum sem vinna meðal annars að bættu viðnámi orkuinnviða bandalagsríkja og öruggum upplýsingaskiptum. Fyrirtæki sem komast í fyrsta fasa samkeppninnar fá bæði 100 þúsund evra styrk og aðgang að þjálfunarbúðum og prófunaraðstöðum fyrir frumkvöðla. 

Ákveðið var að setja á fót DIANA, nýsköpunarhraðal Atlantshafsbandalagsins, á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel 2021. Í yfirlýsingu fundarins kemur fram að komist hafi verið að samkomulagi um að hlúa að tæknilegri samvinnu bandalagsríkja, stuðla að samvirkni og hvetja til þróunar og aðlögunar tæknilausna til að mæta varnarþörfum bandalagsins. Í því skyni hafi verið ákveðið að setja á fót nýsköpunarhraðal með áherslu á varnartengd verkefni og tækni með tvíþætt notagildi.  
  • IceWind í nýsköpunarhraðal Atlantshafsbandalagsins   - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum