Hoppa yfir valmynd
27. mars 2024 Utanríkisráðuneytið

Samstarfssamningur við Varðberg undirritaður

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra á hádegisfundi Varðbergs í nóvember. - mynd

Í tilefni af 75 ára afmæli Atlantshafssáttmálans hefur utanríkisráðuneytið gert samstarfssamning við Varðberg, félag um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Samstarfið snýr að kynningu og fræðslu á sviði öryggis- og varnarmála, í tengslum við 75 ára afmæli stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðuneytið og Varðberg hafa átt í góðu samstarfi, bæði formlegu og óformlegu, allt frá stofnun félagsins.

„Samstarf utanríkisráðuneytisins við Varðberg hefur stuðlað að upplýstri umræðu og fræðslu um öryggis- og varnarmál í gegnum tíðina. Það er mikilvægt að efla upplýsta umræðu um gildi bandalagsins á þessum tímamótum og stuðla að skoðanaskiptum um öryggis- og varnarmál Íslands,“ sagði Bjarni Benediktsson við undirritun samningsins. 

Samningurinn nær til afmarkaðra verkefna, þar með talið ráðstefnuhalds, kynninga og fræðslu. 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum