Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2024

Opnun myndlistarsýningar Reinars Foreman í París

Við opnun myndlistarsýningar íslenska listamannsins Reinars Foreman í París - mynd

Sýning íslenska myndlistarmannsins Reinars Foreman var opnuð í Galerie de Buci í gær í samstarfi við sendiráð Íslands í París.

Sýningin sem ber heitið „Living Gods“ er fyrsta einkasýning listamannsins í Frakklandi en hann hefur áður haldið sýningar í Þýskalandi, Rússlandi og á Íslandi.

Í málverkum sínum vinnur Reinar með túlkun á styttum af persónum klassískrar goðafræði þar sem guðirnir lifna við á á litríkum striga.

Sýningin stendur til 16. maí nk. í Galerie de Buci, 73 rue de Seine í 6. hverfi Parísar.

  • Myndlistarsýning Reinars Foreman í París - mynd
  • Una Jóhannsdóttir, staðgengill sendiherra, hélt ræðu við opnun sýningarinnar - mynd
  • Berglind Bragadóttir, Reinar Foreman og Una Jóhannsdóttir - mynd
  • Opnun myndlistarsýningar Reinars Foreman í París - mynd úr myndasafni númer 4

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum