Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2024 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra heimsótti öryggissvæðið í Keflavík í tengslum við loftrýmisgæslu Bretlands

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Dr. Bryony Mathew sendiherra Bretlands. - mynd

Flugsveit frá breska flughernum sinnir nú reglubundinni loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins á Íslandi. Flugsveitin samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðmönnum. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti öryggissvæðið í Keflavík í dag, kynnti sér framkvæmd verkefnisins og flutti ásamt Dr. Bryony Mathew sendiherra Bretlands stutt ávarp af því tilefni. 

Í ávarpi sínu fór utanríkisráðherra yfir mikilvægi loftrýmisgæslunnar og gott samstarf Íslands og Bretlands, meðal annars á sviði varnarmála. „Íslensk stjórnvöld kunna virkilega að meta framlag Bretlands og annarra þátttökuríkja til þessa verkefnis, sem er mikilvægt fyrir Ísland, en einnig Atlantshafsbandalagið í heild. Það sýnir samstöðu bandalagsríkja og einarðan vilja til þess að verja landsvæði aðildarríkja. Þá má ekki vanmeta fælingarmátt þessa verkefnis sem og annarra samræmdra aðgerða bandalagsins,“ sagði Þórdís Kolbrún. 

Í dag kom einnig til landsins listflugsveit breska flughersins Rauðu örvarnar á leið sinni til Kanada. Rauðu örvarnar hafa áður komið til Íslands, meðal annars árin 2002 og 2008. Sveitin fagnar 60 ára afmæli í ár og heldur næst til Kanada þar sem hún mun standa fyrir listflugsýningum.

  • Utanríkisráðherra heimsótti öryggissvæðið í Keflavík í tengslum við loftrýmisgæslu Bretlands - mynd úr myndasafni númer 1
  • Utanríkisráðherra heimsótti öryggissvæðið í Keflavík í tengslum við loftrýmisgæslu Bretlands - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum