Afhending trúnaðarbréfs til framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar SÞ
Verkefni stofnunarinnar eru ærin um þessar mundir enda fæðuöryggi mjög áfátt á fjölmörgum svæðum í heiminum, einkum þar sem átök eiga sér stað líkt og á Gaza og í Úkraínu. Mjög alvarlegur vandi vofir yfir í fleiri löndum, þ.m.t. Súdan, Sómalíu og Jemen, þar sem WFP vinnur að því að tryggja að matvælaaðstoð berist sveltandi og nauðstöddum við afar erfiðar aðstæður.
Fastafulltrúi flutti skilaboð Íslenskra stjórnvalda um áframhaldandi dyggan stuðning við þau brýnu verkefni sem stofnunin sinnir. Fjárhagslegur stuðningur við stofnunina hefur verið aukinn á síðastliðnum árum og Ísland hefur því samhliða lagt áherslu á að vera henni traustur, áreiðanlegur og virkur samstarfsaðili. Samstarf við stofnunina er jafnframt mikilvægt í tengslum við þróunarsamvinnu Íslands í tveimur samstarfslöndum í Afríku, Malaví og Síerra Leóne. þar sem íslensk stjórnvöld styðja við verkefni sem veitir skólabörnum í samstarfshéruðum Íslands næringarríkar máltíðir á skólatíma.