Hoppa yfir valmynd
9. september 2024 Utanríkisráðuneytið

Fyrsti alþjóðasamningurinn á sviði gervigreindar undirritaður

Eftir undirritun samningsins. - myndCOE

Ísland er aðili að nýjum rammasamningi Evrópuráðsins um gervigreind og mannréttindi, sem undirritaður var í Vilníus í Litáen í síðustu viku. 

Ljóst er að notkun gervigreindar mun stuðla að tækniframförum og nýsköpun í heiminum, en samningnum er ætlað að tryggja að tæknin verði ekki notuð nema í samræmi við mannréttindi, lýðræðið og réttarríkið. Um er að ræða fyrsta alþjóðasamninginn á sviði gervigreindar.

Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands, er hann sótti ráðstefnu í Vilníus í síðustu viku, sem fjallaði um ábyrgð á alþjóðlegum glæpum í Úkraínu. Litáen fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og hefur þar lagt áherslu á stuðning við Úkraínu og innleiðingu ákvarðana leiðtogafundarins sem fram fór í Reykjavík á síðasta ári.

Samningurinn er afrakstur tveggja ára samráðs aðildarríkja Evrópuráðsins auk áheyrnarríkjanna Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, Japans, Mexíkó og Vatíkansins. Þá tók Evrópusambandið, Argentína, Kosta Ríka, Ísrael, Perú og Úrúgvæ þátt í samráðinu ásamt fulltrúum úr einkageiranum, frjálsum félagasamtökum og fræðasamfélaginu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta