Hoppa yfir valmynd
27. september 2024 Utanríkisráðuneytið

Ríkjahópur um sprengjuleit og eyðingu í Úkraínu fundar í Reykjavík

Hópurinn fyrir framan húsnæði utanríkisráðuneytisins við Rauðarárstíg. - mynd

Fulltrúar ríkja sem skipa ríkjahóp um sprengjuleit- og eyðingu í Úkraínu, áttu sameiginlegan fund í Reykjavík dagana 26. og 27. september. Ísland og Litáen leiða vinnu hópsins sem styður við þjálfun og kaup á margvíslegum búnaði til sprengjuleitar og eyðingar. Alls taka 22 ríki þátt í starfi hópsins.

„Í Úkraínu þekja jarðsprengjur, og aðrar sprengjur, ríflega 140 þúsund ferkílómetra landsvæði og hefur víðtæk áhrif á öryggi almennings og á varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarliði Rússa. Við erum því afar stolt af því að leggja okkar af mörkum við að aðstoða Úkraínu við þetta afar brýna og mikilvæga verkefni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Ríkjahópurinn hefur nú þegar komið á fót sjóði sem sinnir sameiginlegum innkaupum á nauðsynlegum búnaði til sprengjuleitar og eyðingar og fjármagnar þjálfun. Sjóðurinn hefur komið að góðum notum við kaup á mikilvægum búnaði og vonast er til að enn fleiri ríki leggi honum til fjármagn. 

Þá hefur Ísland, í samstarfi við Norðurlöndin og Litáen, leitt þjálfunarverkefni í sprengjuleit og eyðingu í Litáen og lagt fjármagn til kaupa á sérhæfðum búnaði fyrir þjálfunina.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta