Hoppa yfir valmynd
7. mars 2025 Utanríkisráðuneytið

Hnattrænar áskoranir og málefni Úkraínu rædd á fundi með forseta Alþjóðabankans

Fulltrúar kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna (NB8) í Alþjóðabankanum, ásamt Ajay Banga, forseta bankans. - mynd

Hlutverk Alþjóðabankans á tímum örra breytinga, skertrar fjármögnunar til  þróunarsamvinnu og erfiðrar skuldastöðu fjölmargra þróunarríkja var meðal þess sem rætt var á fundi fulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna (NB8) í Alþjóðabankanum með Ajay Banga, forseta bankans, í Stokkhólmi í dag. Vandinn sem fátækustu ríkin standa frammi fyrir er gríðarlegur og fer vaxandi á sama tíma og dregið hefur úr stuðningi við þau.  

„Alþjóðabankinn er einstök stofnun og hefur eflst mikið á undanförnum árum þökk sé metnaðarfullu umbótarferli undir stjórn  Ajay Banga. Mikilvægi Alþjóðabankans í að takast á við hnattrænar áskoranir á borð við loftslagsvandann, afleiðingar aukinna átaka og ójöfnuðar hefur sjaldan verið meiri, ekki síst í ljósi samdráttar í fjármögnun þróunarsamvinnu, en að sama skapi hefur hann aldrei verið jafn vel í stakk búinn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. 

Auk þess voru málefni Úkraínu rædd en einhugur er í kjördæminu um sterkan áframhaldandi stuðning og samstöðu. Alþjóðabankinn gegnir veigamiklu hlutverki í stuðningi við Úkraínu, einna helst hvað varðar viðhald og enduruppbyggingu á innviðum sem hafa sætt skemmdum eða eyðilagst vegna innrásarstríðs Rússlands. Þá er bankinn lykilaðili í að halda uppi grunnþjónustu og er náinn samstarfsaðili úkraínskra stjórnvalda að umbótum og baráttu gegn spillingu. 

„Stuðningur við Úkraínu í gegnum Alþjóðabankann er hryggjarstykki í stuðningi Íslands við enduruppbyggingu landsins. Ásamt umfangsmikilli getu til enduruppbyggingar er bankinn í einstakri stöðu til að hraða enn frekar árangursríkri og metnaðarfullri umbótavegferð úkraínskra stjórnvalda,“ segir Þorgerður Katrín. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta