Hoppa yfir valmynd
3. maí 2025 Utanríkisráðuneytið

Fyrsta heimsókn utanríkisráðherra Mongólíu til Íslands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ásamt Battsetseg Batmunkh utanríkisráðherra Mongólíu. - mynd

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók í gær á móti Battsetseg Batmunkh, sem er fyrsti utanríkisráðherra Mongólíu til að heimsækja Ísland síðan ríkin tóku upp stjórnmálasamband fyrir fimmtíu árum. Ráðherrarnir undirrituðu við þetta tækifæri viljayfirlýsingu um nánara pólitískt samráð. 

Á fundi ráðherranna ræddu þær sömuleiðis um aðra mögulega samstarfsfleti ríkjanna, m.a. á sviði jafnréttismála sem mongólski ráðherrann hefur látið sig miklu varða.

Ísland og Mongólía hafa um árabil unnið saman á sviði landgræðslu og hafa nemendur frá Mongólíu stundað nám við Landgræðsluskóla GRÓ. Ráðherrann heimsótti einmitt skólann í dag, ræddi þar við mongólska nemendur sem þar stunda nám nú um stundir og kynnti sér einnig starfsemi jafnréttis- og jarðhitaskóla GRÓ.

Batmunkh átti auk þess fund með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á Bessastöðum og hitti Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, og Pawel Bartoszek, formann utanríkismálanefndar Alþingis, á meðan dvöl hennar á Íslandi stóð. 

  • Utanríkisráðherrarnir undirrita viljayfirlýsinguna. - mynd
  • Frá fundi utanríkisráðherranna. - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta