Hoppa yfir valmynd
8. maí 2025

177. fundarlota Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ í Róm

177. fundarlota Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ í Róm var haldin 7.-11. apríl 2025. Fyrir hönd Íslands fluttu þau Guðmundur Árnason sendiherra og Sólrún Svandal sérfræðingur utanríkisráðuneytisins ávörp til að vekja athygli á áherslumálum Íslands í þróunarsamvinnu. Á fyrsta degi var vakin athygli á málefnum hafsins innan stofnunarinnar undir dagskrárliðnum um langtímastefnu FAO (Review of the Strategic Framework). Á öðrum degi var flutt ávarp um mikilvægi jafnréttis undir dagskrárliðnum #4 Medium-Term Plan & Programme of Work and Budget. Ávörpin, ásamt yfirlýsingum sem flutt voru í nafni Norðurlandanna og Ísland á þar með aðild að, verða birt á vefsíðu fastanefndarinnar. Er rétt að nefna að afar jákvæð viðbrögð bárust við báðum yfirlýsingum frá viðkomandi skipulagseiningum innan stofnunarinnar eftir fundinn.

Hægt er að lesa ávörp Íslands í fundarlotunni hér og hér.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta