Hoppa yfir valmynd
19. maí 2025 Utanríkisráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing 24 utanríkisráðherra vegna aðgengis að neyðaraðstoð á Gaza

Utanríkisráðuneytið við Austurhöfn. - mynd

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ein 24 utanríkisráðherra sem skrifa undir áskorun til ísraelskra stjórnvalda um að heimila tafarlaust aðgengi mannúðaraðstoðar inn á Gaza og gera stofnunum Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka kleift að starfa á svæðinu, í samræmi við alþjóðamannúðarrétt. Undir yfirlýsinguna skrifar einnig utanríkismálastjóri Evrópusambandsins og tveir framkvæmdastjórar þess. 

Fram kemur í yfirlýsingunni að Sameinuðu þjóðirnar og mannúðarsamtök hafi starfað af hugrekki við afar erfiðar aðstæður sem Ísrael hafi skapað þeim. Þessar stofnanir starfi á grundvelli mannúðarreglna, um sjálfstæði og óhlutdrægni og búi yfir nauðsynlegri getu og sérþekkingu til að geta komið mat og hjálpargögnum til þeirra sem þarfnast þeirra mest. 

Utanríkisráðherrarnir ítreka enn fremur að Hamas verði nú þegar að sleppa öllum gíslum í haldi hryðjuverkasamtakanna. Vopnahlé þurfi að taka gildi nú þegar og efla þurfi starf í áttina að því að koma á fót tveggja ríkja lausninni svokölluðu, í þágu friðar og öryggis fyrir bæði Ísraela og Palestínumenn og stöðugleika á svæðinu öllu.

Auk Þorgerðar Katrínar skrifa utanríkisráðherrar Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Kanada, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Írlands, Ítalíu, Japans, Lettlands, Litáens, Lúxemborgar, Hollands, Nýja-Sjálands, Noregs, Portúgals, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar og Bretlands undir yfirlýsinguna.

Yfirlýsingu ráðherranna má lesa í heild sinni hér.

Fréttin hefur verið uppfærð þar sem utanríkisráðherrar Austurríkis og Belgíu bættust í hópinn eftir að yfirlýsingin var birt.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta