Sameiginleg yfirlýsing um mannúðaraðstoð á Gaza
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og tuttugu og átta samstarfsráðherrar hennar, auk utanríkismálastjóra Evrópusambandsins m.a., fara fram á það við ísraelsk stjórnvöld að þau heimili nú þegar flæði neyðaraðstoðar inn á Gaza og að alþjóðastofnunum og alþjóðlegum mannúðarsamtökum verði gert kleift að koma þeirri aðstoð til skila til í því skyni að koma í veg fyrir frekari hungursneyð á Gaza. Öryggi verði að vera til staðar við afhendingu neyðaraðstoðar. Ekki sé hægt að una því að skotið sé á óbreytta borgara á dreifingarstöðvum og mannúðarstarfsfólk sem og heilbrigðisstarfsfólk verði að njóta friðhelgi og verndar. Ákall um vopnahlé og lausn allra gísla er einnig ítrekuð í yfirlýsingunni.
Auk utanríkisráðherra Andorra, Ástralíu, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Grikklands, Hollands, Írlands, Íslands, Ítalíu, Japans, Kanada, Kýpur, Lettlands, Liechtenstein, Litháens, Lúxemborgar, Möltu, Noregs, Portúgal, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Sviss og Svíþjóðar skrifar utanríkismálastjóri ESB, Kaja Kallas, undir yfirlýsinguna, sem og framkvæmdastjóri ESB fyrir jafnrétti og neyðaraðstoð, og framkvæmdastjóri fyrir Miðjarðarhafssvæðið.
Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér.