Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2025 Utanríkisráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing um landtökubyggðir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er meðal tuttugu og fimm utanríkisráðherra, auk utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, sem fordæmir í sameiginlegri yfirlýsingu ákvörðun ísraelskra yfirvalda um að samþykkja nýjar landtökubyggðir á svokölluðu E1-svæði á Vesturbakkanum, austan við Jerúsalem-borg. Fara ráðherrarnir eindregið fram á að þessi ákvörðun verði afturkölluð, hún gangi gegn alþjóðalögum. Er í yfirlýsingunni ítrekað að ísraelskum stjórnvöldum beri á grundvelli ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2334 að láta af allri landtöku.

Ísland á einnig aðild að yfirlýsingu sem gefin er út í dag af hálfu Media Freedom Coalition, samtaka ríkja um frelsi fjölmiðla, en þar er lögð áhersla á mikilvægi þess að alþjóðlegir fjölmiðlar hafi aðgengi að Gaza og að öryggi þeirra sem sinna fjölmiðlun á Gaza sé tryggt. Er allt ofbeldi sem beinist gegn fjölmiðlafólki fordæmt í yfirlýsingunni. Þá er ákall um vopnahlé ítrekað, lausn allra gísla á Gaza og óheft flæði neyðaraðstoðar inn á Gaza, auk þess sem áréttað er að tveggja ríkja lausnin sé eina leiðin til að tryggja varanlegan frið og öryggi í Mið-Austurlöndum.

Yfirlýsingu utanríkisráðherranna og utanríkismálastjóra Evrópusambandsins má lesa hér.

Yfirlýsingu Media Freedom Coalition í heild sinni má lesa hér.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta