Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. júní 2000 Dómsmálaráðuneytið

Fyrsta konan skipuð í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Fyrsta konan skipuð í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns


Dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, hefur skipað Jónínu Sigþúði Sigurðardóttur aðstoðaryfirlögregluþjón við embætti ríkislögreglustjóra. Jónína hefur starfað í lögreglu í rúm 21 ár og sem varðstjóri frá árinu 1992. Hún hefur sótt ýmis námskeið um fjarskiptamál og stjórnað fjarskiptum á stórum æfingum og aðgerðum sérsveitar og fengið viðurkenningu fyrir góða stjórnun. Hún var valin úr hópi 17 umsækjenda og var að mati ríkislögreglustjóra hæfust til að gegna stöðunni. Starfssvið Jónínu hjá ríkislögreglustjóra verður í fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra.
Þá hefur ríkislögreglustjóri skipað Friðgerði Brynju Jónsdóttur í stöðu aðalvarðstjóra og er hún fyrsta konan til að hljóta skipun í þá stöðu. Friðgerður mun einnig starfa í hinni nýju fjarskiptamiðstöð.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
6. júní 2000.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira