Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. maí 2001 Innviðaráðuneytið

Minnisblað vegna hafnaáætlunar 2001-2004

Undanfarið hefur hafnaáætlun 2001-2004 og sjóvarnaáætlun 2001-2004 verið til meðferðar hjá samgöngunefnd Alþingis. Hér fyrir neðan er minnisblað sem samgönguráðherra lagði fyrir ríkissstjórnina í morgun.


Vopnafjörður:
Sú breyting er lögð til á áður samþykkta framkvæmd við höfnina á Vopnafirði að grjótvarnargarður verði gerður milli Miðhólma og Skipshólma og ný innsigling verði gerð innan við Skipshólma. Allir sem að málinu hafa komið eru sammmála því að hér sé um verulega betri leið að ræða en sú sem áður hafði verið ráðgerð. Kostnaður við eldri leið var áætlaður 511,5 mkr., en þetta nýja skipulag hafnarmannvirkjanna mun kosta nokkuð meira eða 632,3 mkr. Mismunurinn er 121 mkr. Gerðar eru tilfærslur á móti á hafnaáætlun 2001-2004 en fjárveitingar verði óbreyttar og skipting milli ára sú sama.

Reyðarfjörður - álvershöfn:
Stóriðjuhöfn við Reyðarfjörð, heildarkostnaður áætlaður um 1.090 mkr. Kostnaður við þann hluta framkvæmda sem telst styrkhæfur samkvæmt hafnalögum er 754,5 mkr. Hluti ríkisins af þeirri upphæð er 466,5 mkr. Mál þetta hefur áður verið kynnt í ríkisstjórn.

Vestmannaeyjar:
Ljóst er að miklar blikur hafa verið á lofti í atvinnumálum í Vestmannaeyjum. Efling skipaiðnaðar í Eyjum er einn þeirra möguleika sem sem til greina koma til eflingar atvinnulífs á staðnum. Núverandi skipalyfta er hins vegar ófullnægjandi. Lagt er til að heimilt verði að styrkja byggingu þurrkvíar í Vestmannaeyjum í samræmi við ákvæði hafnalaga. Um er að ræða 54 mkr. á ári í fjögur ár. Gera verður ráð fyrir styrkur komi fyrst á öðru ári hafnaáætlunar 2001-2004. Fjórða og síðasta greiðslan er áætluð árið 2005, en hafnaáætlun nær ekki til þess árs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum